Fallegur og stílhreinn lítill diskur sem hægt er að nota á marga vegu. Mjög fallegur sem diskur undir sápu, skartgripi, kerti eða eitthvað matarkyns. Tilvalin jólagjöf eða til þess að gleðja sjálfan þig yfir hátíðarnar.
Vinsamlegast hafið í huga að diskarnir eru handgerðir og handmálaðir. Hver diskur er því einstakur á sinn hátt, það á enginn eins disk og þú!
🤍✨
Stærð:
Þvermál: 12 cm
Gott að vita:
Glerungurinn er blýlaus og ætlaður til gerðar á hlutum sem notaðir eru undir mat og drykki.
Best er að vaska hlutina upp í höndunum.