Um mig
Hekla Nína
Hekla Nína
“Það eru litlu hlutirnir sem fegra umhverfið”
Alla mína tíð hef ég haft áhuga á að búa til og skapa hluti.
Fyrir mér eru það litlu hlutirnir í okkar dagsdaglega umhverfi sem að fegra og gera hversdagsleikann hlýjann og notalegann. Því langaði mig að búa til fallega hluti sem að veita manni gleði og hlýju í gegnum daginn.
Í nóvember 2020 byrjaði ég að gera handsnúin kerti sem að vöktu mikla lukku og fóru fram úr mínum björtustu vonum. Stuttu seinna kveiknaði áhugi minn á keramik og ég ákvað að skrá mig á námskeið hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík í rennslu og leirmótun. Þá fór boltinn að rúlla og ég vissi strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að fara lengra með.
Innblástur
Ég hef alltaf verið umkringd blómum og fallegum litum. Amma mín hún Karí Karólína var norsk og elskaði ekkert meira en falleg blóm og jarðaber með sykri og rjóma. Heimili hennar var allt fullt af blómum og húsgögnum með blóma mynstri, hún var með bolla, diska, krúsir og krukkur með fallegum máluðum blómum og berjum. Þessar krúsir eiga stóran stað í hjarta mínu og hafa veitt mér mikinn innblástur fyrir keramikið mitt. Mig langaði að gera línu sem er tileinkuð henni Ömmu Karí.