Hárböndin eru handgerð og er því hvert og eitt einstakt. Þau eru fullkomin fyrir sumarið til að halda hárinu frá andlitinu eða bara til þess að hafa eitthvað fallegt í hárinu
✨💛
Gott að vita:
Hárböndin eru hönnuð þannig að þau eru 48cm á lengd því þau teygjast vel og gefa eftir. Ef það er erfitt að koma því yfir hausinn er gott að teygja á því áður en þú setur það á þig. Eftir notkun í nokkur skipti ætti það að aðlagast að þínu höfði. Ef það koma upp einhver vandamál varðandi stærðina ekki hika við að hafa samband og við finnum lausn á því.
Hvernig á að þrífa þau?
Hárböndin eru gerð úr 100% bómull og má því setja þau í þvottavél á 30°. Best að hengja hárböndin upp og leyfa þeim að þorna.